Hugarheimur Sæla

laugardagur, mars 11, 2006

Kannski að ég byrji að blogga aftur.

Skyldi einhver lesa þetta?
Ársæll 5:16 e.h. | |

sunnudagur, desember 11, 2005

Hvað skal segja?
Ég get svo sem stært mig af því að vera að fljúga utan eftir 9 daga. Þá tekur við 14 daga sólbað, ferðir í Disney World og Universal. Hver veit?
Prófin eru búin. Ég gæti líka talað um það. Gæti svo sem gefið það upp að ég hef fengið jákvæðar niðurstöður úr 5 fögum. Enn eru 3 fög að kvelja mig af óvissu um hvort ég sé fallinn eður ei. En ég ætla ekkert að vera að tala um það.

Ég gæti sagt sögur af barnum. Vinn á virkum dögum hjá G7 en um helgar skenki ég í glös og helli fólk fullt. Ég er geðhjálpari. Fólk segir lélega brandara og ég brosi á meðan ég fylli glösin þeirra aftur og aftur og um leið fólkið sjálft. Sumir eru þó fyndnir og þá brosi ég ósjálfrátt og ekki einungis fyrir kurteisissakir.
Hverra manna ert þú og hvað ertu að vilja á Ísafjörð eru spurningar sem hlýja mér ósjaldan um hjartaræturnar þegar miðaldra Ísfirðingar fara í dansskóna. Skiptir það í raun einhverju máli? Má ég ekki bara færa þér glasið þitt hvort sem ég er ísfirðingur eða marsbúi?
Á meðan á borðhaldi stóð í gær (á jólahlaðborðinu), spurði mig maður hvort ég vildi fjarlæga fyrir hann óhreinan matardisk. Ég sagðist lifa fyrir það. Þá var björninn unninn. Ég heiti Eddie og er fyndnasti maður í heimi. Verð hér í allt kvöld, takk fyrir.

Kannski að ég skrifi hjá mér upplífanir hverrar barvaktar fyrir sig, og þá einna helst þegar ég er líka að þjóna á hlaðborðum, safni þessu saman og gefi það út í vasabókarformi á næstu jólum. Fólk getur haft þetta innanklæða og læðst í það til að lesa á meðan það situr í strætó eða á biðstofum.
Ársæll 3:35 e.h. | |

mánudagur, október 31, 2005

Ég á erfitt með að þola sveitta unglingspilta sem hanga á tölvustofunni og garga sín á milli á meðan þeir nördast saman í einhverjum leik. Taugar mínar þola jafnvel ennþá síður hóp af gelgjum sem tísta og hrína í takt við móðursýkisbakföll sem þær taka vegna taugaveiklunnar sem hlýst af nærveru við fyrrnefnda pilta.

Hér er ekki stundarfriður til að læra.
Ársæll 11:25 f.h. | |

þriðjudagur, október 04, 2005

Þegar svona kalt er í veðri og rigningin tekur á sig þéttari eðlismassa þá finnst mér varla þess virði að standa úti og njóta þess að reykja mína sígarettu. Óþægindin sem orsakast af kuldanum og bleytunni kaffæra ánægjunni sem gjarnan fylgir góðum reyk. Löngunin sem grípur minn nikótínháða líkama, að loknum leiðinlegum raungreinatíma (sama hvort heldur er eðlisfræði eða stærðfræði, því allt er þetta viðbjóður), verður þó stundum yfirsterkari óþægindaótta mínum og ég læðist bakvið skóla og kveiki mér í eitrinu mínu. Ekki líður þó á löngu áður en kuldinn er farinn að nísta mig inn að beini og ég gefst upp, rétt búinn að með hálfan stautinn. Hálfreykt sígarettann endar í stampinum og með nær peningasóun mín nýjum hæðum, því ekki einungis hef ég eytt ágætis summu í algjöra vitleysu heldur er ég líka farinn að fleygja vitleysunni frá mér ókláraðri.
Ekki ósvipað því að yfirgefa bíósal í hléi myndar.
Ársæll 1:52 e.h. | |

föstudagur, maí 13, 2005

Haloscan commenting and trackback have been added to this blog.
Ársæll 11:45 f.h. | |

fimmtudagur, maí 12, 2005

Hafði ekkert til að blogga um þannig að ég breytti bara útitinu í staðinn.
gegt gan og sniðugt
Ársæll 3:51 e.h. | |

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Kominn með mblog. . . . . . hvar? Gettu -> http://saeli.mblog.is
Ársæll 9:45 f.h. | |